CO2 gasskynjarar

SenseAir CO2 gasskynjarar

SenseAir sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á gasskynjurum fyrir Koldíoxíð (CO2), sem byggjast á innrauðri tækni. Innrauðir gasnemar eru mjög endingargóðir. Í boði eru margar útfærslur.

Eiginleikar SenseAir gasskynjara

  • 0-3000ppm (val: hærra gildi)
  • Þéttleiki skynjarahúss: IP30, IP54 eða IP65
  • Útgangar: 0-10V, 4-20mA
  • Spennufæðing: 24V dc/ac
  • Valmöguleikar : Skjár, sérbúnir fyrir loftræsikerfi eða gróðurhús, hita og/eða rakanemi

Eiginleikar aSENSET m III

  • Mælir bæði CO og CO2°
  • 0-100ppm CO (standard)
  • Útgangar: 0-10V, 4-20mA, relay, transistor
  • Ljós fyrir stöðu ( aðvörun/bilun )
  • Skráning mældra gilda
  • Hugbúnaður fylgir
  • RS232/Modbus samskipti
  • IP54/IP6

 

Innandyra getur styrkur CO2 verið á bilinu 400-2000ppm (partar á milljón), en utandyra á bilinu 350-450ppm. CO2 gasskynjarar eru notaðir til að mæla loftgæði, gefa aðvörun og til stýringar.

Fólk andar frá sér CO2 og þar sem hátt CO2 gildi veldur óþægindum er leitast við að halda CO2 gildi í byggingum innan ákveðinna marka.

Í heilbrigðisreglugerð eru viðmiðunarmörk CO2 þau að styrkur sé að jafnaði ekki hærri en 800 ppm og fari ekki yfir 1000 ppm.

Ýmiss iðnaður gefur frá sér CO2 og er viðmiðunarmörk staðla sett við 5000ppm yfir 8 tíma vinnudag.

Dæmi um notkun

  • Loftgæðamæling í byggingu
  • Loftræsikerfastýring
  • Bílastæðahús
  • Veitingahús
  • Gasgeymslur
  • Iðnaður
  • Gróðurhús
  • Matvælaframleiðsla
  • Sundlaugar